Komdu, eftir Davíð Stefánsson, er týpískt nýrómantískt ljóð þar sem ástin er mjög ýkt og yfirdrifin. Ljóðið er ort útfrá sjónarhorni kvenmanns sem hefur greinilega verið svikin af sínum heitelskaða, samanber upphaf ljóðsins: ,,Heitrofi, heitrofi, hrópa ég á þig." Þarna hefur karlinn greinilega rofið einhvern eið og konan er brjáluð.
Svo brjáluð að hún er tilbúin til að gera hvað sem er til að fá hann aftur. Endurtekningin í orðinu: ,,Komdu", leggur áherlsu á örvæntinguna hjá ljóðmælanda. ,,Komdu, ég skal kyssa í þig karlmennsku og þor, hreystina og fegurðina og frelsisins vor. [...] Komdu, ég skal glaðvekja guðseðlið þitt og fáþér að leikfangi fjöreggið mitt." Þetta sýnir vel þann tregafulla söknuð sem ljóðmælandi býr yfir.
Lítið er um myndmál í ljóðinu, þetta er allt bara frekar blátt áfram.
Boðskapur? Tja, kannski að gera alltaf það sem hjartanu er næst, hlusta á insæið þegar það kemur að svona hlutum, ég veit ekki.
Sumir hlutar ljóðsins eru kannski of mikið eins og: ,, ...fá þér að leikfangi fjöreggið mitt." og ,,Ég skal þerra líkama þinn með líninu því, er ég dansaði saklaust og sælust í."
Soldið mikið, Dabbi. Soldið mikið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli