sunnudagur, 6. október 2013

Þegar komið er að leiðarlokum

Ég minnist margs þegar ég hugsa til baka: Hvað ég ætlaði mikið að negla þessa bók, ég hélt að núna myndi þetta vera öðruvísi. Núna myndi ég lesa og lesa eins og ég ætti lífið að leysam sem ég og gerði. Ég man líka hversu mikið ég strögglaði, hvað blaðsíðurnar voru erfiðar á tímapunkti en það er þess virði núna.
Núna er ég bara ánægður, glaður að þetta sé búið en horfi til baka og brosi.

Eins og ég hef áður sagt er ég ekki mikill bókamaður, mig langar að eyða tíma mínum í margt annað en lestur. Það, hins vegar, þýðir ekki að ég geti ekki haft gaman af bókum.... eitthvað bla bla

Það sem ég er að reyna að segja er að ég hafði gaman af sögunni og karakterunum, þó svo að mér sé meinilla við það lesa til lengri tíma, mesta lagi get ég lesið 3 mínútur samfleytt. Ég var á tímabili að pæla í að hætta bara, þetta var hið æsilegasta æfintýr, en eins og Miley Cyrus sagði í laginu The Climb: ,,Ain't about how fast I get there. Ain't about what's waiting on the other side. It's the climb." (Ekki það að ég sé eitthvað að fylgja hennar lífsmottóum, þetta passaði bara svo vel við núna.)

Það var nú allt sem hafði að segja. Mér líkaði svo vel við bókina að ég er mjög forvitinn um hvernig hún sé á ensku, mig langar að vita hvernig mönnum tókst að þýða Laxnessinn, þó að það sé ólíklegt að ég lesi hana á ensku. Ég er aðallega bara stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa klárað bókina með sæmd og kannski að þetta hjálpi mér í framtíðinni að hafa klárað svona langa bók, það er aldrei að vita.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli