1. Teljið upp allar mögulegar og ómögulegar lygar í sögunni.
- Allir ljúga um allt. Til dæmis er lýsing Baldurs á foreldrum sínum ekki trúverðug og sögumaðurinn lýgur að Baldri um að hafa verið í Mosó. Frændi sögumannsins laug svo líka að honum hvað varðar gjörðir sínar um kvöldið.
2. Hver lýgur mest? Er einhver sem lýgur ekkert í sögunni?
- Foreldrar Baldurs ljúga um hvar þau voru, með hverjum þau voru og hverja þau sáu. Ég krýni þau lygakongunshjón sögunnar. Það er spurning hvort einhver ljúgi ekkert í sögunni. Lýgur einhver einhvern tíma yfir höfuð?
3. Hver er alvarlegasta lygin?
- Ég veit ekki hvort einhver staðhæfing í þessari sögu sé lygi yfir höfuð en ef einhver laug til að hylja glæp, þá finnst mér sú lygi alvarlegust.
4. Trúverðugasta persónan?
- Krakkinn sem hangir inn í herbergi allan tíman er líklegast trúverðugasta persóna sögunnar.
5. Hver er hin raunverulega saga? Er hún til?
- Já, eitthvað hlýtur að hafa gerst. Ég held að sögumaður hafi tekið bensín í Mosó og verið svo skakkur að hann man ekki eftir að hafa séð foreldra Baldurs. Baldri vantar gleraugu, hann heldur að foreldrar sínir séu eitthvað allt annað fólk og foreldrarnir voru bara heima að spila félagsvist.
6. Hvert er þema sögunnar?
- Lygar og minnið.
7. Póstmódernísk einkenni?
- Enginn rökrétt atburðarrás. Atburðarrás sögunnar gæti gerst en samt gæti hún ekki gerst. Ósamræmi og endalausir lygar gera frásögnina að algjörum hrærigraut.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli