sunnudagur, 3. nóvember 2013

Myrkrið

Heill heimur,
ógnarstór óvissa,
umvafinn í dimma og dularfulla
slæðu.

Svo langt sem augað eygir, ekkert nema slæðan,
hinn algeri gleypir lífs og náttúru.

Það er sem allt fari, ekkert verður eftir,
ekkert sleppur.
Samt skilar slæðan öllu ósnertu.

Samt sem áður er vonarglæta,
ljós í fjarska sem færist nær.

--

Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra...

Ég var bara að horfa út um gluggan, inn í myrkrið sem blasti þar við, og púff.
Einhverjar pælingar um skammdegisþunglyndi og erfiða tíma sem allir ganga í gegnum og í lokin er ég bara að minna á að svoleiðis er bara tímabundið.

Ég leit út um gluggan og þar sem áður var Esjan og fjörðurinn og nú var ekkert nema myrkur. Þar sem ég vissi lítið um hvað annað ég gæti skrifað um henti ég í eitt dimmt myrkursljóð. Voðalega lítið annað hægt að segja.

Jón out!

1 ummæli:

  1. Jón: 2. lota: Flott sagan ykkar og ljóðið þitt flott. Einkunn: 9

    SvaraEyða