Tilfinningar: Eitthvað sem
nútímasamfélag hefur búið til? Eitthvað sem innst inn í sálu
okkar dvelur, eða hvað? Er það hreinlega ekki bara hugarfóstur
hins rómantíska skálds? Hvað veit ég?
Tilfinningar: Eitthvað sem ég skil
ekki. Hvernig getur maður fundið til ef það sem ræður því
hvað maður finnur er ekki maður sjálfur. Hvað ef tilfinningar
eru bara eitthvað sem aðrir láta þig finna og þú getur ekkert
gert í?
Hví byrja ég þetta blogg á því að
tala um tilfinningar, jú, ég hef ekkert annað til að tala um!
Þolinmæði mín gagnvart þessari bók
er þvímiður að niðurlútum komin. Allir aðrir virðast skilja
betur og taka eftir smáatriðum betur en ég og ég er bara kominn
með nóg. Mig langar að tala um stærðfræði! Ég veit að það
er geðveikt nördalegt en í guðanna bænum hvað ég er kominn með
nóg af lestri! Þar sem ég veit að þú varst á málabraut,
Dagur, þá efast ég um að þú sért stærðfræðiáhugamaður og
ég verð bara að halda mínum stærðfræðiskoðunum útaf fyrir
mig...
Ég veit að ég hef nóg að tala um
en orðin eiga erfitt með að skila sér niður á blað...
Önnur ástæða þess að ég byrjaði
að ég byrjaði á því að tala um tilfinningar er að bókmenntir
eiga að vekja tilfinningar hjá fólki. Ekki það að engar
tilfinningar hafa vaknað við lestur bókarinnar bara það að ég
er bara tregari til þess. Fyrir mér er þetta bara námsefni,
eitthvað sem ég þarf að læra og ég öfunda þig fyrir að geta
elskað bók jafnmikið og þú elskar Sjálfstætt fólk.
Það skín í gegn þegar þú ert að kenna og það sést að þig
langar að við elskum bókina líka.
Þetta
hefur verið svona í gegnum mína skólagönu, hatað að lesa,
elskað að reikna. Álit mitt á lestri hefur þó batnað og ég
skal reyna að klára þessa bók með krafti.
Jón: Fínar færslur hjá þér, raunar mjög áhugaverðar. Ég trúi því nú varla að þú skiljir ekki tilfinningar, þótt bókmenntir kveiki ekki í þér. En haltu áfram að berjast, það er þess virði. Þegar þú hittir á bók sem heillar þig opnast heill heimur. Það er fegurð bæði í skáldskap og stærfræði, óumdeilanlega. Og á báðum stöðum skapar æfingin meistarann. Við verðum alltaf flinkari og flinkari lesendur. Ekki þvinga neitt, lestu bara ekki of hratt og leyfðu hlutunum að koma til þín. Og ef þeir koma ekki, skítt með það. Life is beautiful. Himinninn blár. Hvað getum við beðið um meira? Einkunn: 9
SvaraEyða