Ég var búinn að taka eftir því að
það var lítið um ástir í Sjálfstæðu fólki
en einmitt þegar
ég kvartaði yfir ástarskorti í bókinni kemur
hin yndisfríða mær úr Útirauðsmýri og heillar hann Gvend okkar
alveg uppúr skónum.
Þau eiga yndislegar stundir saman og ég hélt
að loksins væri
HKL búinn að snúa þessu ástarleysi við. En
Adam var ekki lengi í Paradís,
þessi drós er fyrr hafði kysst Gvend þóttist nú ekki þekkja
hann. Hann var víst ekki nógu góður fyrir hana, hann hefði átt
að fara til Amríku og vera þar, þá væri hann nógu góður
fyrir hana.
Enn og
aftur vil ég segja að ég er engu nærri því
að botna í kvennmönnum, þrátt fyrir endurteknar tilraunir og
margprófuð vísindi.
Þessi
stelpa var greinilega að leita að einhverju ,,one-night stand“
eins og þeir segja hinumegin við Atlantshafið. En hann Guðmundur
var á öðru máli og kastaði öllu á glæ fyrir ástina, hann
vildi meira. Það er hinsvegar eitthvað sem ég skil fullkomlega.
Það að
hún hafi þverneitað
tilveru hans gerði mig mjög reiðan (vonlausi rómantíkusinn í
mér öskraði af gremju) og að Guðmundur
hafi fórnað öllu fyrir hana en
sitji nú eftir með Bjart í
staðinn fyrir að vera í hinni frjálsu Amríku lét mig finna til
með honum aumingja Gvendi, sem á svo mikið betra skilið.
Ég
bað um þetta og Halldór svaraði svo sannarlega kallinu; en svo
braut hann mig niður.
Vissulega
eru margar gerðir af ástum í bókinni: Bjartur elskar kindur,
mæðginaást Nonna og mömmu hans, einhver
skrýtin spenna milli Bjarts og Ástu Sóllilju, en ekkert sem var
neitt rómantískt og krassandi. Ég
vonaði samt að þetta myndi enda vel fyrir okkar mann, en jæja
svona er lífið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli