Hér verða kaflaskil í bókinni. Ég
veit ekki hvað mér finnst um það, ég vissi alla vega að þetta
Rósa og Bjartur dæmi var ekki að fara að virka í 400 blaðsíður
í viðbót. Mér finnst bara gott að fá smá ferskleika í bókina
sem ég trúi að Ásta Sóllilja eigi eftir að koma með.
Það koma líka hellingur af nýjum
krökkum inn í söguna sem ég á enn eftir að kynnast betur, en
þetta er allt gott og blessað hjá honum Halldóri. Ég ætla að láta ljóðið flakka, ekki vera of grimmur í dómi þínum, við erum ekki nema aumir framhaldsskólanemar.
Sumarhús minn draumabær
Kofaskrifli´ í krummaskuði
kynt með anda fjandans.
Bóndabros í góðu stuði,
það er Bjartur, spegill landans
Hér á sauðkindin helgan sess
sérhverjum guði ofar.
Sálmum héðan veifað bless,
séraguðmundarkynið lofað.
Með rími reisti Bjartur hús,
ríðandi á rímnafáki.
Éttu þessa ljóðalús
ljóti Gunnvararhráki.
Húmir þar inni vansæl kona,
Bjartur segir: ,,Svona, svona!"
Hrjáir hana mjólk- og kjötþrár,
blessuð sé minning hennar Gullbrár.
Sumarhús hinn draumabær
sjálfstæðismanns að búa.
Venjulegan mann þangað enginn fær.
Ég er ekki einusinni að ljúga.
Jón P.: Fín færsla og stórgott ljóð hjá ykkur strákunum. Þið ættuð að halda áfram að yrkja saman! Og rétt, senan í jarðarförinni er mögnuð, þegar Þórður stendur yfir kistu dóttur sinnar og strýkur hana. HKL skilur blæbrigði tilfinninganna betur en aðrir. Einkunn: 9
SvaraEyða