En hér læt ég einhverja auma færslu flakka:
Ásta Sóllilja, aumingja stelpan, sem er svo forvitin um það sem er að gerast en fær enga fræðslu. Ég er nú enginn sérfræðingur um þessi málefni en það gefur augaleið að hún veit ekkert hvað er að gerast í hennar líkama, hennar hugsunarhætti, hennar sál.
Bjartur var ekki mikið fyrir að upplýsa hana, neitar að sýna henni neitt um samskipti kynjanna og hún er bara ein í miðju svartholsins sem er að vera stelpa á þessum tíma lífsins. Enginn björgunarhringur, engin von.
Nei, djók.
Samt í alvörunni, hún virðist vera ekkert alltof ánægð með hvernig hún lítur út. Eins og þegar hún er í kaupstaðnum, þá virðast stelpurnar vera eins og prinsessur úr ævintýrum hún lítur á sjálfa sig sem einhvern illa gerðan hlut úr sveitinni.
Ég veit heldur ekki hvað er í gangi þegar kennarinn kemur inn í þetta mál. Hann kemur inn í líf barnanna og kennir þeim margt en í lokin á 52. kafla "... seildist hann til lampans, slökti ljósið og tók Ástu Sóllilju." Eins og ekkert væri eðlilegra. Ég veit ekki hvert Laxness er að fara með þetta, á þetta að hafa einhverja æðri merkingu? Ég er svo lélegur í að taka eftir svoleiðís hlutum. En ef maðurinn meinar ekkert með þessu finnst mér fulllangt gengið að hafa kynferðislega misnotkunn gegn barni í sögunni. Ásta náttúrulega er miður sín og heitir því að þetta muni ekki gerast aftur og enginn fái að vita af þessu.
Síðan kemur parturinn sem ég á erfitt með að skilja: hún bara skiptir um skoðun og bara segir honum að hann megi gera þetta aftur og að hann hafi ekki gert neitt rangt! Ég skil ekki kvenmenn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli