sunnudagur, 1. september 2013

Stiklað á stóru

Þó svo að mér langi til að skrifa meira þá gat ég því miður ekki skrifað meira í þessari viku sökum tímaskorts, en ég reyni eins og ég get að draga fram aðalatriðin í pælingum mínum í þessari færslu.

Bjartur kemur fram við Rósu eins og dýr, sér bara um það sem hún þarf til að lifa af, gefur henni að borða og veitir henni húsaskjól. Rósa er smám saman að fölna (fær enga ástúð, er vannærð, þunglynd) en Bjartur skilur ekkert í því hvers vegna svo sé, hann er ekki að reyna að vera vondur. Tilfinningalega hlið Rósu er gjörsamlega hundsuð og beðnum hennar um félagsskap er vísað á bug, þó svo að Bjartur heldur að hann sé rosalega klár þegar hann skilur hana eina eftir með kind. Þegar öllu er á botninn hvolft, Rósu líður illa.

Bjartur sýnir enn og aftur að hann er sá þrjóskasti í bransanum. Hann heyir stríð gegn náttúruöflum og öðru sem hann getur á engan hátt stjórnað. Það er líka svolítið fyndið að hann hneykslist á þróskunni í Rósu og segir að kvenkindin sé þrjóskari en sauðkindin þegar hann er líklegast sá þrjóskasti í héraðinu og þó svo að önnur héruð væri tekin með. Það sést líka vel hvað sumar ákvarðanir hans eru misgáfaðar þegar hann reynir að veiða hreindýrstarf upp á sitt eindæmi, það er kannski ekki eitthvað sem maður er að vinda sér út í þegar það er fárviðri og langt á næsta bæ. En hvað er stórt spendýr með horn fyrir Bjarti þegar karlmennskan og sjálfstæðið er í húfi?

Það verður gaman að sjá hvert samband Bjarts og Rósu þróast og hvert söguþráðurinn tekur okkur í næstu köflum.

1 ummæli:

  1. Jón Páll: Flottar færslur, Jón. Og alls ekkert kjánalegt við þínar pælingar! Haltu áfram á þessari braut og vertu óhræddur við að kafa dýpra og segja það sem þér finnst! Málfar fínt en mundu að lesa vel yfir. Einkunn: 8.5

    SvaraEyða