sunnudagur, 8. september 2013

Hvíldu í friði, Rósa

Þegar Bjartur kemur heim úr förum sínum kemur hann að eiginkonu sinni látinni. Mér fannst viðbrögð hans Bjarts ekki vera mjög góð. Mér fannst það koma svolítið þannig út eins og hann væri ekkert að drífa sig að láta vita af andláti konu sinnar og fæðingu barns hennar. Heldur fer Bjartur á næsta bæ og byrjar á því að tala um það sem honum var kærast, sauðkindina. Bjartur viðurkennir þó að það sé ekki hans sterkasta hlið að tala um mannfólk og mér finnst það svolítið sína að þó svo að Bjartur sé þrjóskur er hann líka veðvitaður um eigin hæfileika og veikleika. Það kemur að mínu mati líka fram þegar kona frá Útirauðsmýri kemur að endurlífga barnið. Þar veit Bjartur lítið um það sem er í gangi og neyðist til að víkja með skottið milli lappanna, sjálfstæða manninum til mikillar gremju.


Það sem ég tók einna helst eftir í jarðarför Rósu var hversu vel Halldór lýsir sorg Þórðar. Persónlega var þessi sena mjög tilfinningarík og ég las nokkrar blaðsíður í þessum kafla tvisvar af því að þær voru svo flottar.

Þó að það sé fátt skondið við jarðarfarir fannst mér svolítið fyndið að það áhugaverðasta sem fólkið gat talað um, í bæði brúðkaupi og jarðarför Rósu, voru bandormar. Það var alla vega ekki miklum tíma eytt í að ræða ævi og störf hinnar látnu, sem er í raun og veru sorglegt því mér fannst að Rósa ætti betra skilið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli