Athugið:
Í þessari færslu verður oft talað um ,,Atvikið“. Um talað
atvik má finna á blaðsíðu 233. Takk fyrir athylgina og góða
skemmtun!
Ákveðin
spenna hefur verið ríkjandi á milli Bjarts og Ástu Sóllilju,
aðallega vegna þess að hún horfir á hann sem einhverskonar
ofurmenni. Í mínum augum
sýnir Ásta Sóllilja
einkenni Ödipusarduldar (kannski öfgafullt dæmi en sýndu
biðlund).
Þegar
ég las Atvikið í fyrsta skipti fannst mér vera allt of mikil
kynferðisleg spenna í gangi, Ásta snýr sér að honum og horfir á
uppeldisfaðir sinn sem hann sé
svo stór og sterkur (greinlega laðast hún að honum). Svo hreyfir
Bjartur sig og kemur við líf hennar. Ásta Sóllilja er náttúrulega
bara lítið stelpa sem er að kynnast sínum líkama og vissi
líklegast ekki að hún gæti fundið svona til á þessum stað.
Ásta er hins vegar ekkert að ýta hendinni hans Bjarts í burtu,
heldur grípur í hann full losta og ,,...einmitt á þessu
augnabliki, þegar hún var búin að gleyma öllu nema honum, þá –
hratt hann henni frá sér og steig frammúr rúminu.“ (bls. 234) Persónulega
finnst mér þetta vera svolítið erótískt og lostafullt hjá
henni Ástu, en mér fannst augljóst og ekkert vafamál að Bjartur
var sofandi allan tímann og vaknaði við það að Ásta grípur
svona í hann. Þess vegna fannst mér svo gaman í réttarhöldunum
um daginn, mér finnst gaman að rökræða (kannski voru rökin
okkar um daginn kannski ekkert til að hrópa húrra
fyrir en þetta var engu að síður gaman að selja skoðanir sínar á þennan hátt).
Hellingur
sem ég get talað um meira en ég á eitthvað rosalega erfitt með
að tjá mig en meira um að á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli